Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Gunnar endurkjörinn forseti SÍ

Gunnar Björnsson var endurkjörinn forseti Skáksambands Íslands á aðalfundi sambandsins sem fram sl. laugardag. 

Stjórn SÍ á næsta starfsári verður að langmestu leyti eins og á liðnu starfsári. Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson er eini nýi stjórnarmaðurinn en hann tekur sæti í varastjórn. Sjálfkjörið var í öll embætti.

Tillaga um leyfa fjölgun erlenda skákmanna var samþykkt á fundinum. Leyft verður að stilla upp fjórum erlendum skákmönnum í stað tveggja.


Vignir Vatnar Íslandsmeistari í skólaskák

Landsmótið í skólaskák fór fram 6.-8. maí í Smáraskóla í Kópavogi. Vignir Vatnar Stefánsson (2227), Hörðuvallaskóla í Kópavogi, vann öruggan sigur í yngri flokki (1.-7. bekk) - vann allar sínar skákir sjö talsins. Róbert Luu (1684), Álfhólsskóla í Kópavogi, varð annar með 5½ vinning. Stephan Briem (1538), Hörðuvallaskóla, og Alexander Oliver Mai (1741), Laugalækjarskóla, urðu í 3.-4. sæti með 4½ vinning. Stephan fékk bronsið eftir stigaútreikning.

Mótstafla yngri flokks

Spennan var öllu meiri í eldri flokki (8.-10. bekk). Þar urðu fjórir keppendur efstir og jafnir með 5½ vinning. Það voru þeir Hilmir Freyr Heimisson (2079), Grunnskóla Vesturbyggðar, Aron Þór Mai, Laugalækjarskóla, og tvíburabræðurnir úr Smáraskóla, Björn Hólm (1946) og Bárður Örn Birkissynir (2052) efstir og jafnir með 5½ vinning.

Þeir munu heyja aukakeppni um titilinn sem fram fer fljótlega. 

Mótstafla eldri flokks

Landsmótsstjóri var Stefán Bergsson. Hann naut dyggrar aðstoðarar Björns Karlssonar úr Smáraskóla.

Myndaalbúm (SSB og GB)


Norðurlandamótið í skák 2016

Sastamala, Finnlandi

22.-30. október 2016

Norðurlandamótið í skák verður haldið í Sastamala í Finnlandi dagana 22.-30. október nk. Teflt verður í fjórum flokkum

1) Sjálfu meistaramótinu - 12 manna lokaður flokkur - þar sem hvert skáksamband á tvo keppendur. Ætlast er til að þeir hafi a.m.k. 2350 skákstig. 
 
2) Norðurlandamóti kvenna
 
3) NM öldunga (+50) - fæddir 1966 eða fyrr
 
4) NM öldunga (+65) - fæddir 1951 eða fyrr.
 
Ítarlegar upplýsingar um mótin fylgja með í PDF-viðhengi.Landsliðsflokkur Íslandsmótsins í skák

31. maí - 11. júní

Tónlistarskóli Seltjarnarness

Keppendalisti Íslandsmótsins í skák sem fram fer í Tónlistarskóla Seltjarnarness 31. maí - 11. júní liggur nú fyrir. Fjórir stórmeistarar, fjórir alþjóðlegir meistarar, tveir FIDE-meistarar og feðgar taka þátt í mótinu! Auk feðganna Jóhanns Ingvasonar og Arnar Leós Jóhannssonar eru bræðurnir Bragi og Björn Þorfinnssynir skráðir til leiks.

Keppendalistinn

 1. GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2580)
 2. GM Héðinn Steingrímsson (2574)
 3. GM Jóhann Hjartarson (2547)
 4. GM Stefán Kristjánsson (2464)
 5. IM Guðmundur Kjartansson (2457)
 6. IM Jón Viktor Gunnarsson (2454)
 7. IM Bragi Þorfinnsson (2426)
 8. IM Björn Þorfinnsson (2410)
 9. FM Davíð Kjartansson (2370)
 10. FM Guðmundur S. Gíslason (2280)
 11. Örn Leó Jóhannsson (2226)
 12. Jóhann Ingvason (2115)

Reykjavíkurskákmót í 50 ár

Seinna bindi eftir Helga Ólafsson

Skráðu þig fyrir bókinni!


Ný reglugerð um val keppenda á HM og EM ungmenna

Sjá nánar hér.


laugardagur 28 maí 05 2016
Nýjustu fréttir
Ársskýrsla SÍ...
Ársskýrsla SÍ fyrir starfsárið 2015-16 er nú aðgengileg...
Gunnar endurkjörinn...
Gunnar Björnsson var endurkjörinn forseti Skáksambands Íslands á...
Vignir Vatnar...
Landsmótið í skólaskák fór fram 6.-8. maí í...