Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Íslandsmót skákfélaga 2016-17

Rimaskóla

29. september - 2. október

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept – 2. okt.  nk.  Mótið fer fram í Rimaskóla í Reykjavík.  1. umferð (eingöngu í 1.deild) mun hefjast kl. 19.30 fimmtudaginn 29. september. Aðrar deildir munu hefja taflmennsku föstudaginn 30. september. kl. 20.00 og síðan tefla 1. október  kl. 11.00 og kl. 17.00 sama dag.  Síðasta umferðin í fyrri hlutanum hefst kl. 11.00 sunnudaginn 2. október. 

Umhugsunartími er 90 mín. á skákina + 30 sek. viðbótartími bætist við eftir hvern leik.

Þátttökugjöld:

 • 1. deild kr. 70.000.-
 • 2. deild kr. 60.000.-
 • 3. deild kr. 20.000.-
 • 4. deild kr. 15.000.-

Skáksamband Íslands mun greiða fargjöld utan stór-Reykjavíkursvæðisins samkvæmt reikningum fyrir sveitir í 1. og 2. deild.  Miða skal við einn brottfararstað á hverju svæði, t.d. Akureyri, Egilsstaði, Ísafjörð.  Sami háttur verður hafður í 3. og 4. deild og áður, þ.e. þátttökugjöld höfð lág en sveitirnar verða sjálfar að sjá um ferðakostnað á skákstað.

Meðfylgjandi er 3. kafli skáklaga Skáksambands Íslands sem varða Íslandsmót skákfélaga og reglugerð um Íslandsmót skákfélaga.

Vakin er athygli á viðbót við 2. grein reglugerðar um Íslandsmót Skákfélaga:

 1. gr.

Framkvæmdanefnd Íslandsmóts skákfélaga, sem skipuð er af stjórn Skáksambands Íslands, ákveður töfluröð og skipar skákstjóra og umsjónarmenn Íslandsmóts skákfélaga.  Öllum taflfélögum, sem eiga sveitir í 1. deild, ber að útvega einn skákstjóra.  

Athugið að tilkynningar v. Keppendaskrár Skáksambands Íslands skulu hafa borist SÍ í síðasta lagi 9. september nk. sbr. 18. gr. skáklaga. 

Vakin er athygli á eftirfarandi texta í 19. grein skáklaga:  „Fyrir upphaf 1.umferðar fyrri hluta ÍS skulu félögin skila inn styrkleikaröðuðum lista allra þeirra keppenda sem þeir hyggjast nota í keppninni.“ 

Þátttökutilkynningar þurfa að berast Skáksambandi Íslands fyrir 20. september með bréfi, tölvupósti (skaksamband@skaksamband.is), símleiðis eða á Skák.is (guli kassinn). Að gefnu tilefni er minnt á að nauðsynlegt er að skrá sveitir í keppnina, ekki síst í 4. deild. 

Stjórn SÍ mælist til – af gefnu tilefni - að félögin skrái ekki fleiri sveitir til keppni en þau treysta sér til að manna í báðum hlutum keppninnar.


Lenka Ptácníková Íslandsmeistari kvenna

3.-13. ágúst 2016

Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari kvenna í áttunda skipti og í fimmta skipti í röð! Lenka vann Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (2014) vann Guðlaugu Þorsteinsdóttur (2051) í lokaumferðinni og komst upp að hlið hennar vinningalega séð og tók annað sætið eftir stigaútreikning.

Kjartan Maack, varaforseti SÍ, afhenti verðlaun mótsins að móti loknu.

Lenka hættar um 24 stig fyrir frammistöðuna sína á mótinu. Veronika hækkaði þó mest allra á mótinu eða um 28 skákstig. 

Lokastaðan

Íslandsmót kvenna - lokastaða


Íslensku Ólympíuliðin valin

Ingvar Þór Jóhannesson og Björn Ívar Karlsson landsliðsþjálfarar hafa valið landslið Íslands sem tefla á Ólympíuskákmótinu í Bakú í Aserbaísjan 1.-14. september nk. 

Landslið Íslands í opnum flokki skipa:

 1. GM Hannes Hlífar Stefánsson (2577)
 2. GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2580)
 3. GM Jóhann Hjartarson (2547)
 4. IM Guðmundur Kjartansson (2450)
 5. IM Bragi Þorfinnsson (2426)

Liðsstjóri er Ingvar Þór Jóhannesson. 

Landslið Íslands í kvennaflokki skipa:

 1. WGM Lenka Ptácníková (2169)
 2. WFM Guðlaug Þorsteinsdóttir (2051)
 3. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (2014)
 4. Hrund Hauksdóttir (1789)
 5. Veronika Steinunn Magnúsdóttir (1786)

Liðsstjóri kvennaliðsins er Björn Ívar Karlsson.

Borðaröð þarf ekki að vera endanleg. 

Ólympíuskákmótið 2016
Norðurlandamótið í skák 2016

Sastamala, Finnlandi

22.-30. október 2016

Norðurlandamótið í skák verður haldið í Sastamala í Finnlandi dagana 22.-30. október nk. Teflt verður í fjórum flokkum

1) Sjálfu meistaramótinu - 12 manna lokaður flokkur - þar sem hvert skáksamband á tvo keppendur. Fulltrúar Íslands verða Guðmundur Kjartansson og Einar Hjalti Jensson.
 
2) Norðurlandamót kvenna
 
3) NM öldunga (+50) - fæddir 1966 eða fyrr
 
4) NM öldunga (+65) - fæddir 1951 eða fyrr.
 
Ítarlegar upplýsingar um mótin fylgja með í PDF-viðhengi.

laugardagur 27 ágúst 08 2016
Nýjustu fréttir
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Íslensku...
Ingvar Þór Jóhannesson og Björn Ívar Karlsson...