Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

NM barnaskólasveita

Hótel Selfossi

12.-14. september 2014

Vefsíða/Website

Norðurlandamót grunnskólasveita verður haldið á Hótel Selfossi næstu helgi. Þátt taka sex lið frá öllum Norðurlöndunum að Færeyjum undanskyldum.

Ísland á tvo lið á mótinu. Annars vegar eru það núverandi Íslands- og Norðurlandameistarar Álfhólsskóla frá Kópavogi og svo er það margfaldir Norðurlanda- og Íslandsmeistarar Rimaskóla.

Búast má að hart verði barist á skákborðinu enda tefla þarna margir af sterkustu og jafnframt efnilegustu skákkrökkum Norðurlandanna.

Heilmikið verður teflt á Selfossi um helgina fyrir utan sjálft mótið og verður meðal annars skákmót í Fischer-setri á laugardagskvöldið kl. 19:30 sem opið er gestum og gangandi.

Mótið hefst á föstudag kl. 10 og mun Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, setja mótið og leika fyrsta leik þess.

Íslensku liðin skipa:

Sveit Álfhólsskóla

  1. Felix Steinþórsson (1547)
  2. Guðmundur Agnar Bragason (1346)
  3. Halldór Atli Kristjánsson (1351)
  4. Róbert Luu (1016)
  5. Óðinn Örn Jakobsen

Sveit Rimaskóla

  1. Nansý Davíðsdóttir (1531)
  2. Kristófer Halldór Kjartansson (1000)
  3. Joshua Davíðsson
  4. Mikael Maron Torfason
  5. Róber Orri Árnason


Heimasíða mótsins

Chess-Results


41. Ólympíuskákmótið

Tromsö, 1.-14. ágúst 2014

Styrktaraðilar 


KRST - lögmannsstofaEfling-stéttarfélagÁsgeir Þór Árnason hrl.
Litla-KaffistofanSlökkvilið höfuðborgarsvæðisinsHlaðbær/Colas
Eignamiðlun - fasteignasalaÍs-Spor

laugardagur 20 september 09 2014
Nýjustu fréttir
Afar vel heppnađ...
Afar vel heppnað alþjóðlegt skákstjóranámskeið...
Fundargerđ...
Fundargerð aðalfundar SÍ frá 10. maí sl. rituð af Róberti...
Dagur Ragnarsson...
Dagur Ragnarsson sigraði á Meistaramóti Skákskóla Íslands...