Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Áskriftargjöld – endurútgáfa Tímaritsins Skákar

Eftirfarandi bréf hefur verið sent til allra sem eru á Keppendaskrá Skáksamband Íslands. Skáksambandið vonar eftir góðum undirtektum íslenskra skákmanna við endurgáfu tímaritsins sem stefnt er á að komi út tvisvar á ári - vor og haust.

--------------------

Kæri viðtakandi

Skáksamband Íslands hefur ákveðið að hefja endurútgáfu Tímaritsins Skákar eftir alllangt hlé. Stefnt er að því að Tímaritið komi út tvisvar sinnum á ári – um vor og haust. Fyrsta tölublaðið kemur út í kringum GAMMA Reykjavíkurskákmótið í mars nk. og verður sent heim til þeirra sem greiða áskriftargjaldið.

Um mikilvægi Tímaritsins þarf ekki að deila. Það hefur reynst okkar ómetanlegt í gegnum áratugina til að varðveita skáksöguna. Í Tímaritinu Skák verður meðal annars fjallað um helstu mót innanlands sem og utanlands, helstu landsliðskeppnir, í því verða áhugaverð viðtöl auk þess sem mikil áhersla verður lögð t.a.m. á það öfluga æskulýðs- og öldungastarf sem í gangi er.

Til að styrkja við blaðið hefur verið stofnuð valfrjáls krafa í netbanka á alla þá sem eru á Keppendaskrá Skáksambandsins undir nafninu „áskriftargjald“. Á þeirri skrá eru allir þeir sem hafa verið skráðir í taflfélag eða teflt reiknaða kappskák á undanförnum árum.

Í áskriftargjaldinu verður einnig innifalinn frír stigaútreikningur og tvö skemmtikvöld á ári – vor og haust. Það fyrsta verður í nóvember nk. og verður kynnt á www.skak.is.  Áskriftargjaldið er hóflegt, eða 5.000 kr. á hverju starfsári. Helmingsafsláttur er fyrir eldri borgara (+67), unglinga (u18) og öryrkja. Jafnframt verður sérstakur fjölskylduafsláttur. Elsti fjölskyldumeðlimur borgar fullt gjald en aðrir fjölskyldumeðlimir greiða hálft gjald. Þeir sem telja sig eiga að fá afslátt geta haft samband við skrifstofu SÍ í netfangið skaksamband@skaksamband.is eða í síma 568 9141 á milli 9 og 13.

Þeir sem ekki vilja taka þátt eru hvattir til að hafa samband og verður þá krafan felld niður. Einnig er einfaldlega hægt að sleppa því að greiða greiðsluseðilinn í netbankanum. Hann ber ekki vexti og verður felldur niður eftir þrjá mánuði verði hann þá enn ógreiddur.

Hinn 1. janúar nk. mun SÍ taka upp stigagjald, 1.000 kr. fyrir þátttöku á hverju kappskákmóti. Það gjald þurfa eingöngu þeir að greiða sem ekki greiða áskriftargjaldið. Þeim tekjum er ætlað að dekka kostnað við skákstigaútreikning. Skákmót fyrir börn á grunnskólaaldri verða alfarið undanskilin því gjaldi.

Það er einlæg von okkar að sem flestir taki þátt í þessu með okkur. Skák er skemmtileg!

Gunnar Björnsson
forseti Skáksambands Íslands

Pálmi R. Pétursson
Magnús Teitsson
ritstjórar Tímaritsins Skákar

fimmtudagur 22 febrúar 02 2018
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is