Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Meistaramót Skákskóla Íslands 2013

Eyjamaðurinn Nökkvi Sverrisson bar sigur úr býtum á Meistaramót Skákskóla Íslands 2013. Mótið fór fram dagana 24. – 26. maí. Þátttakendur voru alls 33 og var keppt var til verðlauna í ýmsum flokkum en ekki var hægt á fá verðlaun nema í einum flokki. Verðlaunahafar á mótinu voru þessir:   

Sigurvegarar mótsins:

1. Nökkvi Sverrisson 6 v. (af 7).

2. – 3. Mikael Jóhann karlsson og Dagur Andri Friðgeirsson 5 1/2 v.

4. – 5.Oliver Aron Jóhannsson og Dagur Ragnarsson

Sérstök stúlknaverðlaun:

Hrund Hauksdóttir 4 ½ v.

Flokkur 14 ára og yngri:   

1. Vignir Vatnar Stefánsson 4 ½ v.

2. Guðmundur Agnar Bragason 4 ½ v.

Flokkur 12 ára og yngri:

1. Hilmir Freyr Heimisson 4 v.

2. Róbert Örn Vigfússon 4 v.

3. Heimir Páll Ragnarsson 4 v.

Stúlknaverðlaun:

1. Donika Kolica 4. v.

2. Tinna Þrastardóttir 3 v.

Mótstjóri og skákdómari var Helgi Ólafsson skólastjóri Skákskóla Íslands en margvísleg aðstoð veittu Lenka Ptacnikova og Hannes Hlífar Stefánsson.
 
Meistaramót Skákskólans fyrir árið 2014 fer fram dagna 6. – 8. júní nk.

Sumarnámskeið Skákskólans

Þetta námskeið var afar vel sótt og fór fram að loknu Meistaramóti skólans í júní 2013. Fjömargir krakkkar tóku þátt en kennarara voru Hannes Hlífar Stefánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Héðinn Steigrímsson og Helgi Ólafsson.
 
Haust- og vetrarönn 2013 og 2014

Í almennum flokkum og framhaldsflokkum  voru aðalkennarar Björn Ívar Karlsson og Hjörvar Steinn Grétarsson.   Henrik Danielssen hefur verið með kennslu vestur á fjörðum en hann er búsettur á Patreksfirði. Í úrvalsflokkum hefur Helgi Ólafsson að mest leyti séð um kennslu en fjölmargir hafa komið að einkakennslu.
 
Skákbúðir við Úlfljótsvatn

Þessar búðir voru haldnar dagana 1. og 2. febrúar og voru samstarfsverkefni Skákdeildar Fjölnis, Skákskóla Íslands og Skákakademíu Reykjavíkur. Um 40 krakkar tóku þátt en kennarar Skákskólans voru Helgi Ólafsson og Lenka Ptacnikova.
 
Samstarfsverkefni Skákskóla Íslands og Skákakademíu Kópavogs

Mikill kraftur hefur verið í skákkennslu í Kópavogi bæði í skólum og á vegum Skákakademíu Kópavogs sem hefur í samstarfi við Skákskóla Íslands haldið úti reglulegum æfingum í Stúkunni á Kópavogsvelli þar sem bestu skákkrakkar í Kópvogi hafa mætt á reglulegar æfingar en umsjónarmaður þeirra hefur verið Helgi Ólafsson skólastjóri Skákskóla Íslands. Mikill fjöldi barna og unglinga frá Kópavogi hafa sett svip á grunnskólamót undanfarið en Kópavogur stendur vel að vígi með marga góða skákkennara við skólana. Búast má við því að skákdeild Breiðabliks komi meira og meira inn í þetta skákstarf á næstu misserum.   

Skákskóli Íslands með landslið Íslands í karla- og kvennaflokki

Skákskóli Íslands hefur undanfarið tekið að sér landslið Íslands í karla- og kvennaflokki. Helgi Ólafsson hefur haft yfirumsjón með þjálfun og liðsstjórn karlaliðsins og Davíð Ólafsson haft yfirumsjón með kvennaliðinu. Þeir hafa báðir gert tillögu um skipan landsliða Íslands. Síðasta verkefni þeirra var á Evrópumóti landsliða sem fram fór í Varsjá í nóvember 2013. Eftir síðasta Reykjavíkurskákmót ákvað Helgi Ólafsson, sem varð í 2. – 5. sæti þar, að segja af sér sem landsliðsþjálfari og einvaldur þar sem ekki er hægt að útiloka að hann gefi kost á sér í landslið Íslands sem teflir á Ólympímótinu í Noregi í ágúst nk.  

Námskeið á landsbyggðinni

Skákskóli Íslands stóð fyrir tveggja vikna námskeiði í grunnskólum Vesturlands í janúar. Helgi Ólafsson og Stefán Bergsson sáu um kennslu í fjölmörgum skólum. Þá var Helgi Ólafsson með kennslu í Stykkishólmi í lok mars í aðdraganda Árnamessu.

Þá hefur Helgi Ólafsson séð um kennslu á laugardögum í Fischersetri á Selfossi en með honum í þeirri kennslu hefur verið Björgvin Guðmundsson og einnig Björn Ívar Karlsson og Björn Þorfinnsson.                                              

Undirbúningur fyrir Evrópumót, heimsmeistaramót og Norðurlandamót

Helgi Ólafsson og Hjörvar Steinn Grétarsson sáu um þjálfun, undirbúning og fararstjórn fyrir EM einstaklinga sem fram fór Svartfjallalandi í 29. september – 8. október á síðasta ári en átta íslenskir krakkar tóku þátt í mótinu. Davíð og Helgi Ólafsson komu einnig báðir að þjálfun og undirbúningi stúlkna fyrir NM á Bifröst í apríl sl. en þar vann Nansý Davíðsdóttir gullverðlaun í yngsta aldursflokknum og Sóley Lind Pálsdóttir vann bronsverðlaun og var nálægt sigri miðflokki mótsins.
 
Einkatímar – þjálfun – Er eitthvað sem við getur gert fyrir þig?

Fjölmargir nemendur skólans njóta einkennslu auk þess sem skólinn hefur tekið að sér þjálfun fyrir einstaka viðburði. Skólastjóri Skákskólans vill beina því til aðildar félaga SÍ að skólinn er ávallt reiðbúinn til samstarfs á öllum sviðum skákkennslu og skákþjálfunar.   Er eitthvað sem við getum gert fyrir þig er spurning sem við sendum yfir til allra aðildarfélaga SÍ.  
 
Stefnumótun SÍ vegna alþjóðlegra móta fyrir ungmenni

Að lokum vil ég ítreka: frá sjónarhóli undirritaðs er mikilvægt að stjórn SÍ móti stefnu varðandi þátttöku ungra skákmanna á stórum alþjóðlegum mótum einkum Evrópumóti ungmenna og heimsmeistaramóti ungmenna. Það ætti að vera hægt að ganga að því sem vísu að einhver tiltekinn fjöldi fulltrúa Íslands taki þátt í slíkum mótum hvert ár. Að öðru leyti vil ég þakka fyrir samstarfið öllu því góða fólki sem unnið hefur að málefnum skákarinnar.  

Helgi Ólafsson, skólastjóri Skákskóla Íslands.

fimmtudagur 20 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is