Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Haustnámskeið Skákskóla Íslands 

hefjast vikuna 15. – 21. september

10 vikna námskeið


Úrvalsflokkar

Úrvalsflokkar eru ætlaðir nemendum sem hafa 1400 ELO-stig eða meira. Foreldrar eða forráðamenn taflfélaga geta sótt um og eru hvattir til að sækja um þjálfun og kennslu fyrir börn og unglinga. Helgi Ólafsson, Davíð Ólafsson, Hjörvar Steinn Grétarsson eru meðal þeirra sem hafa séð um þessa kennslu. Þessir nemendur hafa fengið og fá einkaþjálfun hjá reyndum stórmeisturum. Skákskólinn sér um þjálfun þeirra sem tefla fyrir Íslands á hönd á alþjóðlegum mótum t.d. heimsmeistaramóti unglinga sem fram fer í Durban í Afríku í september og Evrópumóti ungmenna í  Batumi í Georgíu sem hefst í október nk.     

Framhaldsflokkar

Þessir flokkar eru ætlaðir krökkum sem þegar hafa öðlast nokkra reynslu í keppnum eða jafnvel t.d. með skólaliðum og vilja auka við styrk sinn. Nýjasti stórmeistari Íslendinga Hjörvar Steinn Grétarsson og Björn Ívar Karlsson sem báðir eru þrautreyndir skákkennarar munu sjá um kennslu fyrir þennan hóp. 

Námskeiðin verða tvisvar á viku. Á laugardögum kl. 14:00-15:30  og á þriðjudögum kl. 15:30-17:00. Verð kr. 22.000.
Skákkennsla í Kópavogi

Skákskóli Íslands hefur frá haust ársins 2010 staði fyrir skákkennslu í Stúkunni á Kópavogsvelli. Skákskólinn tengist því verkefni sem Skákdeild Breiðabliks með Halldór Grétar Einarsson og Birkir Karl Sigurðsson hafa umsjón með en Helgi Ólafsson stórmeistari og skólastjóri Skákskólans mun áfram sjá um skákkennslukennslu á laugardögum fyrir þá ungu skákmenn sem þegar hafa öðlast nokkra reynslu í opinberum mótum og hafa e.t.v. ELO-stig þó það sé ekki endilega skilyrði. Foreldrar og áhugasamir aðilar geta haft samband á skrifstofu skólans og sótt sérstaklega um að fá að taka þátt í þessum tímum.

Stúlknanámskeið 7 - 12 ára

Landsliðskonurnar Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Tinna Kristín Finnbogadóttur munu sjá um skáknámskeið fyrir stúlkur á aldrinum 7 - 12 ára. Námskeiðin hefjast sunnudaginn 20. september. Foreldrar stúlkna á þessum aldri eru hvattar til að mæta í fyrsta tíma sunnudaginn 20. september sem jafnframt er  kynningarfundur.  

Námskeiðin eru kl. 11 á sunnudögum. Verð kr. 14.000.

Aðrar upplýsingar

Uplýsingar um önnur námskeið á vegum skólans verða kynnt síðar.

Skráning á námskeiðin fer fram á www.skak.is.

Nánari upplýsingar má einnig fá á skrifstofu skólans í síma 568 9141568 9141 eða í gegnum netföngin skaksamband@skaksamband.is (skrifstofa SÍ) eða helol@simnet.is (Skólastjóri).

fimmtudagur 20 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is