Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Norðurlandamót stúlkna 2010

( Nordic Championship for Girls 2010 )

Hildur Berglind Jóhannsdóttir

Pairings & Results / Pörun og úrslitPhotos / Myndir
Live games / Bein útsendingGames (pgn)       
Daily news / Daglegar fréttirUpplýsingar / info

Norðurlandamót stúlkna fer fram í Reykjavík helgina 27.-29. ágúst.  Teflt er í skákmiðstöðinni, Faxafeni 12.  Þetta er í fjórða skipti sem keppnin fer fram og í fyrsta skipti sem hún fer fram á Íslandi.  Þátt taka 34 stúlkur, í þremur flokkum, frá öllum Norðurlöndunum nema Finnlandi

Meðal þátttakenda eru 13 íslenskar stúlkur.  Þrjár af íslensku stúlkunum munu tefla fyrir Íslands hönd á ólympíuskákmótinu í haust.  Keppendur eru á aldrinum 12-20 ára.  

Mótið átti upphaflega að fara fram í apríl en eldgosið í Eyjafjallajökli varð til þess að fresta þurfti mótinu.

Mótið hefst föstudaginn 27. ágúst með fyrstu umferð.  Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra mun setja mótið og leika fyrsta leik þess.

Fulltrúar Íslands á mótinu eru:

A-flokkur (1990-1993):

 • Hallgerður Helga Þorseinsdóttir (1995)
 • Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1781)
 • Tinna Kristín Finnbogadóttir (1781)
 • Sigríður Björg Helgadóttir(1685)

Alls tefla 10 stúlkur í riðlinum.   Hallgerður, Jóhanna og Tinna eru allar í ólympíuliði Íslands á Ólympíuskákmótinu sem fram fer í september-október í Síberíu. Hin sænska Inna Agrest (dóttir stórmeistarans Evgenij Agrest) er stigahæst keppenda. 

B-flokkur (1994-96):

 • Hrund Hauksdóttir (1588)
 • Hulda Rún Finnbogadóttir (1185)
 • Elín Nhung

Alls tefla 10 stúlkur b-riðli.  Meðal keppenda má nefna hina norku Ingrid Öen Carlsen, systir Magnusar, stigahæsta skákmanns heims.  

C-flokkur (1997-):

 • Sóley Lind Pálsdóttir (1060)
 • Donika Kolica
 • Hildur Berglind Jóhannsdóttir
 • Sonja María Friðriksdóttir
 • Tara Séoley Mobee
 • Veronika Steinunn Magnúsdóttir

Alls tefla 14 stúlkur í c-riðli.

Keppendalista má finna á Chess-Results.  Sex skákir í hverri umferð (tvær úr hverjum riðli) verða sýndar beint alla mótshelgina.

 

SCHEDULE

Friday August 27        
18:00            Captian´s meeting
18:15            Opening
18:30            Round 1


Saturday August 28    
7:30 – 9:00    Breakfast
10:00             Round 2
13-14:30        Lunch
16:00             Round 3
20-21:30        Dinner                      

Sunday August 29        
7:30 – 9:00    Breakfast
10:00             Round 4
13-14:30        Lunch
16:30             Round 5
20-21:30        Dinner – Closing ceremony

Monday August 30  
             
Departure

 

fimmtudagur 20 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is