Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

 

Fyrsta Íslandsmótið 1913

"KAPPSKÁK", var yfirskrift fréttar, sem birtist í blaðinu Reykjavík 1. febrúar 1913. Þar sagði, að í nær 12 daga hefði Taflfélag Reykjavíkur haldið kappskákmót í Reykjavík.

Sigurvegari mótsins skyldi hljóta titilinn Skákmeistari Íslands og til verðlauna lagði félagið fram vandað marmara-taflborð og Staunton-taflmenn. Þrettán skákmenn hófu leika, en einn hætti keppni snemma móts. Því kepptu 12 skákmenn, allir við alla. Sigurvegari var Pétur Zóphaníasson með 10 vinninga af 11 mögulegum, tapaði aðeins fyrir Sumarliða Sveinssyni, sem lenti í 2. sæti með 9 vinninga. Meðal keppenda var Jón Baldvinsson prentari og formaður Alþýðusambands Íslands frá 1916.

Sigurvegarinn hlaut þó ekki marmaraborðið til eignar fyrr en hann hefði "unnið það í þrem kappskákum í röð. Skákmeistara-titlinum fylgir skylda til að tefla við þá, sem að þreyta vilja kappskák um hann, en leggja verður þó sá er áskorar hæfilega fjárhæð undir."

fimmtudagur 20 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is