Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Skákþing Íslands 2007

 
Skákþing Íslands 2007 var eitt skemmtilegasta mótið lengi, enda litu mörg óvænt úrslit dagsins ljós, bæði hjá körlum og konum. Í minningunni mun mótið helst verða minnst fyrir það, að Hannes Hlífar tapaði skákum, en það hafði ekki gerst á Íslandsþinginu í fjölda ára, síðast gegn Helga Áss Grétarssyni á Nesinu 2002. Og það gerðist í 6. umferð gegn minni spámanni, Snorra G. Bergssyni, sem hafði verið skammaður fyrir að vera full friðsamur í skákum sínum fram að því.

Snorri hafði gert jafntefli í öllum skákum sínum fram að þessu og misst niður unna skák

Úrslit allra flokka
Fréttir
Myndir landsliðsflokkar
Myndir áskorendaflokkar
Myndaalbúm skak.is
Atskákmót Íslands 2007
Hraðskákmót Íslands 2007
gegn Jóni Viktori í umferðinni á undan. Hann mætti nú til leiks með það hugarfar, að hafa engu að tapa og tefldi kóngsindverska / Ben-Oni vörn, sem hann hafði ekki teflt frá barnæsku og kunni nánast ekkert í. Hannes fipaðist við óvenju frísklega taflmennsku mótherja síns og nýjung í 16. leik, og gafst upp þegar kóngurinn stóð einn og berskjaldaður úti á borði og mát var óumflýjanlegt. "Slátrun", sagði Sigurbjörn Björnsson á skákhorninu og í næstu umferð fékk Davíð Kjartansson svipaða útreið. Skyndilega var minni spámaður kominn í baráttuna um titilinn, ásamt Hannesi og Stefáni Kristjánssyni, sem sigraði Hannes í 7. umferð, en lék sig klaufalega í mát gegn Braga Þorfinnssyni í næstu umferð, eftir að hafa vísast staðið til vinnings. Þá fór allur vindur úr Snorra og Hannes og Stefán börðust um titilinn. Hannes hafði þar betur og varð Skákmeistari Íslands 2007, "eins og venjulega."

Í kvennaflokki varð baráttan ekki síður dramatísk. Lenka Ptacnikova tefldi í landsliðsflokki með körlunum og þótti Guðlaug Þorsteinsdóttir líklegasti sigurvegari. En hin unga og efnilega Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir velgdi henni hressilega undir uggum og hefði getað tryggt sér sigur í mótinu í síðustu umferð og um tíma leit allt út fyrir að svo yrði, en skyndilega fór allt á versta veg og Guðlaug náði að knýja fram einvígi um titilinn. Þar kom reynslan til sögunnar og varð hin unga og efnilega Hallgerður að bíða í eitt ár eftir titlinum Skákdrottning Íslands.

Um frekari úrslit og gang mála í áskorendaflokkum karla og kvenna skal bent á úrslitasíðu mótsins.

 

fimmtudagur 20 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is