Skákþing Íslands 2008


Ekkert er nýtt undir sólinni, sagði spakur maður forðum. Það sannaðist hér,

enda sigraði Hannes Hlífar Stefánsson á Skákþingi Íslands; eins og venjulega. Hann var þó ekki jafn öruggur með sig fyrir mót og stundum áður, en sá fram á góða mögulega á sigri þegar ljóst varð, að elja hans Snorri Bergz yrði ekki með.

Mótið var haldið í Skákhöllinni Faxafeni 12, þar sem veitingar Birnu runnu ljúft niður og hresstu bæði gesti og sitjandi.

Mótið varð þó nokkuð sterkt, enda er þéttur pakki á eftir stórmeisturunum. Magnús Örn Úlfarsson tók nú þátt á Íslandsmóti að nýju eftir búsetu utanlands og sýndi fína takta. Annars einkenndist þetta mót af mikilli baráttu og alvöru átökum, þar sem engir voru annars bræður í leik, nema auðvitað Þorfinnssynir.

Í Áskorendaflokki sýndi Hafnfirðingurinn knái Sigurbjörn J. Björnsson öðrum keppendum skósólana og hafði tryggt sér sigur í mótinu þegar hann tapaði óvænt fyrir Jóhanni H. Ragnarssyni í síðustu umferð. Omar Salama náði honum þá að vinningum, en tapaði á stigum. Þeir tveir unnu sér jafnframt sæti í Landsliðsflokki að ári.

Í kvennaflokki sigraði hin efnilega landsliðskona Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir örugglega, eftir að hafa misst af titlinum 2007 fyrir einskæra ólukku. En nú sýndi hún enga miskunn. Kvennaflokkur fór ekki fram samhliða aðalmótinu og má benda á Skák.is fyrir fréttaflutning þar af.

Nánari upplýsingar um gang mála og úrslit má finna hér að neðan.  Myndir frá mótinu má skoða í myndaalbúmi Skáksambandsins.

 

3. umf.4.-5. umf.6. umf.7. umf.8. umf.9. umf.Úrslit

föstudagur 25 apríl 04 2014
Nýjustu fréttir
Schedule and more...
You can now see detailed schedule of all rounds, highlights and side event here. Because of parties...
Women World...
We welcome Women World Champion Hou Yifan to the Reykjavik Open 2012 !The Canadian Grandmaster...
Games and...
Now we have almost all games and tournament tables from all the Reykjavik Open's from year 1964...