Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

 Skákþing Íslands 2006

 

 Keppendur
 Úrslit
 Viðtöl
Myndir Landsliðsfl.
Myndir Áskorendafl.
 islandsmot2006.pgn
Áskorendaflokkur
Kvennaflokkur
Atskákmót Íslands
Hraðskákmót Ísl.
Sextán skákmeistarar hefja keppni á Íslandsmótinu í skák sunnudaginn 20. ágúst, og heyja baráttu um titilinn "Skákmeistari Íslands 2006". Mótið hefst kl. 14.00 og fer fram í Skákheimilinu Faxafeni 12. Íslandsmótið er fyrir ýmissa sakir sögulegt að þessu sinni, en yngsti keppandinn í landsliðsflokki frá upphafi, hinn 13 ára Hjörvar Steinn Grétarsson, vann sér rétt til þátttöku á mótinu í ár eftir frækilega framgöngu á áskorendaflokki Skákþings Íslands á síðasta ári. Þá getur stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson, stigahæsti keppandi mótsins, slegið Íslandsmet ef hann sigrar í ár, en þetta er í áttunda sinn sem Hannes getur mögulega hampað titlinum, oftar en nokkur annar frá upphafi.

Einnig mun verða fylgst mikið með hinum danskættaða stórmeistara, Henrik Danielsen,  sem nú hefur hlotið íslenskan ríkisborgararétt, en þetta er í fyrsta sinn sem Henrik keppir um Íslandsmeistaratitilinn. Þá þykir stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson og alþjóðlegu meistararnir Stefán Kristjánsson og Héðinn Steingrímsson líklegir til stórræða á mótinu og ljóst að keppnin verður bæði jöfn og tvísýn. Héðinn Steingrímsson hefur ekki teflt á Skákþingi Íslands í mörg ár, en hann vann það afrek árið 1990 að verða Íslandsmeistari aðeins 15 ára gamall og hefur enginn leikið það eftir. Þá munu alþjóðameistararnir Jón Viktor Gunnarsson, Arnar Gunnarsson og Bragi Þorfinnsson varla láta þeim Stefáni og Héðni einum eftir að reyna að nálgast bæði stórmeistaraárangur og Íslandsmeistaratitilinn. Athygli vekur að Guðlaug Þorsteinsdóttir Íslandsmeistari kvenna er á meðal keppenda, en þátttaka hennar er sérlega ánægjuleg í ljósi þess að þetta er einungis í annað sinn sem kona keppir í landsliðsflokki Skákþings Íslands í meira en 90 ára sögu mótsins. Aðrir keppendur sem hefja baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudag eru Fide-meistararnir Snorri G. Bergsson, Sigurbjörn Björnsson og Tómas Björnsson, Unglingameistari Íslands Dagur Arngrímsson, sem og Jóhann H. Ragnarsson skákmeistari úr Garðabæ og Þorvarður F. Ólafsson skákmeistari úr Hafnarfirði.

Mótið verður með útsláttar- og einvígjafyrirkomulagi. Teflt verður tveggja skáka einvígi í hverri umferð og sigurvegari hverrar umferðar kemst áfram í næstu umferð en aðrir detta út. Ef jafnt er eftir 2 kappskákir verða tefldar 2 atskákir og ef jafnt er eftir atskákirnar verða tefldar 2 hraðskákir. Ef enn er jafnt eftir hraðskákirnar fer fram bráðabani. Þar eð mótið er með einvígja- og útsláttarfyrirkomulagi er ljóst að jafntefli duga lítið og skákmeistararnir verða að láta sverfa til stáls í hverri skák.

Tímamörk:

1 klst. og 40 mín + 30 sek. á leik fyrstu 40 leikina, 30 mín. + 30 sek. á leik til að ljúka.

Verðlaun:

1. verðlaun     kr. 200.000.-
2. verðlaun      kr. 140.000.-
3. verðlaun      kr. 100.000.-
4. verðlaun      kr.    60.000.-

Pörun:

Fyrir fyrstu umferð er keppendum skipt í tvo hópa (nr. 1-8 og nr. 9-16 skv. stigum); keppendur úr fyrri hóp dragast á móti keppendum í seinni hóp. Að 1. umferð lokinni verður dregið með sama hætti fyrir 2. umferð þ.e. keppendum er skipt í tvo hópa eftir stigum (nr. 1-4 og 5-8), og að 2. umferð lokinni verður dregið með sama hætti fyrir 3. umferð.

Dagskrá landsliðsflokks:

Teflt er í Skákheimilinu Faxafeni 12, kl. 14.00 um helgar og kl. 17.00 á virkum dögum. Skákskýringar byrja 2 klst. eftir að umferð hefst.

Sunnudagur 20. ágúst kl. 14.00

Setning. 1. umferð – fyrri skák

Mánudagur 21. ágúst kl. 17.00

1. umferð – seinni skák

Þriðjudagur 22. ágúst kl. 17.00

1. umferð – atskákir/bráðabani ef enn jafnt

Miðvikudagur 23. ágúst kl. 17.00

2. umferð – fyrri skák

Fimmtudagur 24. ágúst kl. 17.00

2. umferð – seinni skák

Föstudagur 25. ágúst kl. 17.00

2. umferð – atskákir/bráðabani ef enn jafnt

Laugardagur 26. ágúst kl. 14.00

3. umferð – fyrri skák

Sunnudagur 27. ágúst kl. 14.00

3. umferð – seinni skák

Mánudagur 28. ágúst kl. 17.00

 

3. umferð – atskákir/bráðabani ef enn jafnt

ATH! Frá og með þriðjudeginum 29. ágúst verður teflt í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1.
  

Þriðjudagur 29. ágúst kl. 17.00

Úrslit – fyrsta skák

Miðvikudagur 30. ágúst kl. 17.00

Úrslit – önnur skák // fyrri skák í einvígi um 3. sæti

Fimmtudagur 31. ágúst kl. 17.00

Úrslit – þriðja skák // önnur skák í einvígi um 3. sæti

Föstudagur 1. september kl. 17.00

Úrslit – fjórða skák // atskákir/bráðabani um 3. sæti

Laugardagur 2. september kl. 13.00

Úrslit – atskákir/bráðabani ef enn jafnt. Verðlaunaafhending og lokahóf.

Eftirtaldir skákmeistarar eigast við í fyrstu skák fyrstu umferðar:

1. Snorri G. Bergsson (hvítt í fyrstu) - Hannes Hlífar Stefánsson
2. Sigurbjörn Björnson (hvítt í fyrstu) - Henrik Danielsen
3. Stefán Kristjánsson (hvítt í fyrstu) - Tómas Björnsson
4. Jóhann H. Ragnarsson (hvítt í fyrstu) - Þröstur Þórhallsson
5. Héðinn Steingrímsson (hvítt í fyrstu) - Dagur Arngrímsson
6. Arnar Gunnarsson (hvítt í fyrstu) - Guðlaug Þorsteinsdóttir
7. Þorvarður F. Ólafsson (hvítt í fyrstu) - Jón Viktor Gunnarsson
8. Bragi Þorfinnsson (hvítt í fyrstu) - Hjörvar Steinn Grétarsson

 

fimmtudagur 20 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is