Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Fréttir
29.03.09
Reykjavik blitz: Barna- og unglingaflokkur
Reykjavik blitz:...
Hörður Aron sigraði í barna- og unglingaflokki Reykjavik Blitz
Laugardaginn 28.mars fór fram barna- og unglingaflokkur Reykjavik Blitz. Sextán öflugum krökkum var boðið til leiks og var teflt samkvæmt útsláttarfyrirkomulagi. Átta stigahæstu keppendurnir drógu sér andstæðing úr hópi þeirra stigalægri svo hófst baráttan. Tefldar voru tvær 5 mín. hraðskákir með skiptum litum og ef staðan var jöfn eftir þær þá var tefld ein Armageddon hraðskák þar sem hvítur hafði 6 mín. en svartur 5 mín. og svörtum dugði jafntefli.
Eins og gefur að skilja var keppnin æsispennandi en þegar að klukkubarningnum lauk stóð Hörður Aron Hauksson uppi sem sigurvegari. Hann þurfti þó að hafa fyrir hlutunum því tvisvar sinnum þurfti hann að knýja fram úrslit í bráðabana en kappinn er greinilega sterkur á taugum. Örn Leó Jóhannsson varð í öðru sæti eftir harða baráttu í úrslitaeinvíginu gegn Herði. Guðmundur Kristinn Lee og Dagur Kjartansson tefldu um þriðja sætið og hafði Guðmundur betur. Nánari úrslit má sjá hér að neðan.
Keppendur voru leystir út með verðlaunum frá Max raftækjum, páskaeggjum frá Nóa og Siríusi, bókum frá Listasafni Reykjavíkur og veglegum verðlaunagripum frá Skákakademíu Reykjavíkur.


Myndaalbúm

16-manna úrslit

Hörður Aron Hauksson – Dagur Ragnarsson 1-1
Örn Leó Jóhannsson – Andri Jökulsson 2-0
Eiríkur Örn Brynjarsson – Patrekur Þórsson 2-0
Dagur Kjartansson – Kristófer Jóel Jóhannesson 1,5-0,5
Hrund Hauksdóttir – Kristinn Andri Kristinsson 2-0
Guðmundur Kristinn Lee – Oliver Aron Jóhannesson 1,5-0,5
Hilmar Freyr Friðgeirsson – Jón Trausti Harðarson 0-2
Brynjar Steingrímsson – Skúli Guðmundsson 1-1

8-manna úrslit
Dagur Kjartansson – Hrund Hauksdóttir 2-0
Guðmundur Kristinn Lee – Eiríkur Örn Brynjarsson 1,5-0,5
Jón Trausti Harðarson – Örn Leó Jóhannsson 1-1
Brynjar Steingrímsson – Hörður Aron Hauksson 0-2


4-manna úrslit

Dagur Kjartansson – Örn Leó Jóhannsson 0-2
Guðmundur Kristinn Lee – Hörður Aron Hauksson 0-2

3.sæti:
Guðmundur Kristinn Lee – Dagur Kjartansson 2-0

1.sæti:
Hörður Aron Hauksson – Örn Leó Jóhannsson 1-1
fimmtudagur 27 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is