Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Fréttir
23.03.09
Reykjavíkurskákmótiđ, ýmsir viđburđir
Reykjavíkurskákmótiđ...

Dagskrá hátíðarinnar er á skak.is:

 

Nánar um hina ýmsu hliðarviðburði:

Miðvikudagur 25.mars: Alþjóðlegt Hraðskáksmót - fyrri undanrásariðill

Mótið hefst kl.21.00 og fer fram í Hressingarskálanum. Alls geta 50 þátttakendur verið með í mótinu og er þátttökugjald 1.000 kr. Um verður að ræða 9.umferða mót með 5 mín. umhugsunartíma og vinna 4 efstu keppendurnir sér rétt til að taka þátt í úrslitunum 1.apríl. Umsjónaraðili mótsins er Taflfélagið Hellir, sem er eitt af fjórum taflfélögum borgarinnar.

Fimmtudagur 26.mars: Alþjóðlegt Hraðskáksmót - seinni undanrásariðill

Mótið hefst kl.21.00 og fer fram á efri hæð Balthazar - bar og grill. Alls geta 50 þátttakendur verið með í mótinu og er þátttökugjald 1.000 kr. Um verður að ræða 9.umferða mót með 5 mín. umhugsunartíma og vinna 4 efstu keppendurnir sér rétt til að taka þátt í úrslitunum 1.apríl. Umsjónaraðili mótsins er  Taflfélag Reykjavíkur, elsta taflfélag landsins.

Föstudagur 27.mars: Gullfoss, Geysir og Bobby

Sérstaklega skipulögð skoðunarferð fyrir erlendu keppendurna þar sem þeim gefst kostur á að skoða hinn nýja „Golden Circle". Gullfoss, Geysi og leiði Bobby Fischers.

Föstudagur 27.mars: Chess Pub Quiz

Hefst kl.22.00 í salarkynnum Samtakanna´78, Laugavegi. Þrjátíu spurningar tengdar skák og félagsleg tengsl skákmanna virkjuð.

Laugardagur 28.mars: Reykjavik Blitz - barna- og unglingaflokkur

Hefst kl.12.00. Þrjátíu og tveir öflugustu skákmenn höfuðborgasvæðisins mætast í útsláttarkeppni í hraðskák.

Sunnudagur 29.mars: Fyrirlestur um sögu skáklistarinnar

Hefst kl.15.00. Helgi Ólafsson, stórmeistari í skák, heldur fyrirlestur um sögu skáklistarinnar samhliða sýningunni Skáklist á Kjarvalsstöðum.

Mánudagur 30.mars: Skákmót í Vin, athvarfi Rauða Krossins fyrir fólk með geðraskanir:

Hefst kl.13.00. Skákfélag Vinjar hefur í allan vetur reglulega haldið skákmót á mánudögum fyrir gesti athvarfsins.  Skákakademía Reykjavíkur styður þetta frábæra starf heilshugar og leggur því hönd á plóginn með því að aðstoða við að halda fjölmennasta og glæsilegasta skákmót vetrarins með heimsókn erlendra gesta.

Miðvikudagur - 1.apríl: Úrslit Reykjavik Blitz:

Útsláttarhraðskáksmót milli átta boðsgesta og átta skákmanna sem unnu sér rétt til þátttöku í gegnum undanrásirnar.

Boðsgestirnir eru:

  • 1.      Areschenko -stigahæsti skákmaður mótsins
  • 2.      Yuri Shulman - skákmeistari Bandaríkjanna 2008
  • 3.      A. Gupta - núverandi heimsmeistari ungmenna
  • 4.      H. Dronvalli - núverandi heimsmeistari stúlkna
  • 5.      Jóhann Hjartarson, stórmeistari
  • 6.      Helgi Ólafsson , stórmeistari
  • 7.      Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari
  • 8.      Héðinn Steingrímsson, stórmeistari.

Fyrirkomulagið er tvær 5 mín. skákir með skiptum litum. Verði staðan jöfn að þeim loknum er tefld ein bráðabanaskák þar sem hvítur hefur 6 mín, svartur 5 mín. en svörtum dugar jafntefli til að komast áfram.

af www.skak.is

fimmtudagur 27 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is