Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Fréttir
08.04.16
Íslandsmót grunnskólasveita fer fram 16. og 17. apríl

Íslandsmót grunnskóla 8.–10. bekkur 2016 fer fram í Rimaskóla dagana 16. og 17. apríl. Tefldar verða níu umferðir eftir svissneska kerfinu. Fimm á laugardegi og fjórar á sunnudegi Umhugsunartími verður 15 mínútur á skák fyrir hvern keppenda. Taflið hefst kl. 13 á laugardeginum en kl. 11 á sunnudeginum.

Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit. Í hverri sveit eru fjórir skákmenn. Keppendur skulu vera í 8. – 10. bekk. Ef sérstaklega efnilegir skákmenn finnast í 1. – 7. bekk er þeim leyfilegt að tefla með sínum skóla en þá aðeins í a-sveit hans! Í hverri sveit mega vera allt að þrír varamenn.

Þátttökugjöld kr. 7.500.- á sveit.  Þó ekki hærri en kr. 15.000.- fyrir hvern skóla.

Veitt verða verðlaun fyrir efstu b-e sveitir ásamt verðunum fyrir efstu sveitir af landsbyggðinni.

Veitt verða borðaverðlaun fyrir bestan árangur á 1.-4. borði. 

Sigurvegari mótsins hlýtur rétt til þátttöku á Norðurlandamóti grunnskólasveita sem fram fer í september næstkomandi í Noregi.

Skráning fer fram á Skák.is

Skráningu skal lokið í í síðasta lagi 15. apríl

Ath. Áríðandi er að sveitirnar séu skráðar fyrirfram.

Upplýsingar um þegar skráðar sveitir má finna hér.

fimmtudagur 27 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is