Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Fréttir
01.06.15
Gunnar Björnsson endurkjörinn forseti SÍ
Gunnar Björnsson...

Aðalfundur Skáksambands Íslands fór fram laugardaginn 30. maí sl. í félagsheimili Breiðabliks í Kópavogi. Gunnar Björnsson var endurkjörinn forseti SÍ en hann var fyrst kosinn árið 2009.

Litlar breytingar urðu á stjórn. Pálmi R. Pétursson, fráfarandi varaforseti, hættir í stjórn að eigin frumkvæði. Sæti hans í aðalstjórn tekur Óskar Long Einarsson. Sæti Óskars í varastjórn tekur Donika Kolica.

Skákgengið var samþykkt sem nýtt aðalildarfélag Skáksambandsins. 

Fundurinn var átakalítill og endurspeglaði ánægju með skákstarfið í dag.

Tekist var á um nokkrar lagatillögur. Flestar tillögur voru felldar eða vísað til stjórnar. Þar má nefna tillögur um breytingar á Íslandsmót skákfélaga sem var vísað til stjórnar með 10 atkvæðum gegn 8. Það þýðir að 10 liða keppni verður til staðar a.m.k. tvö næstu keppnistímabil í efstu deild.

Tvær tillögur voru samþykktar. Samþykkt var að setja í lög sambandsins að öll mót á vegum SÍ verði reiknuð til FIDE-stiga sem er aðeins staðfesting á framkvæmdinni eins og hún hefur verið verið.

Stærsta breytingin á aðalfundinum var gjörbreyting á framkvæmd unglingamóta SÍ. Framvegis verður teflt í flokkum 8 ára og yngri, 9-10 ára, 11-12 ára, 13-14 og 15-16 ára. Munu mótin fara fram á sama tíma og einnig teflt um Íslandsmeistaratitil stúlkna í sömu aldursflokkum. Þess í stað munu falla niður nokkur mót sem haldin hafa verið.

Unglingameistaramót Íslands mun taka umtalsverðum breytingum. Það verður opið fyrir 17-22 ára keppendur (í stað 20 ára og yngri) auk þess sem sigurvegarar úr yngri flokkum fá þar keppnisrétt. Stærsta breytingin sem fór í gegn 10-9 eftir endurtalningu er að unglingameistari Íslands ár hvert fái keppnisrétt í landsliðsliðsflokki.

Fundargerð aðalfundarins er í vinnslu.

fimmtudagur 27 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is