Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Ársreikningur SÍ 2015 er aðgengilegur hér.


Aðalfundur SÍ 2016

7. maí 2016

Til aðildarfélaga Skáksambands Íslands

Reykjavík, 7. apríl 2016

 

FUNDARBOÐ

Stjórn Skáksambands Íslands boðar hér með til aðalfundar Skáksambandsins í samræmi við 8. gr. laga S.Í.

Fundurinn verður haldinn laugardaginn 7. maí nk. kl. 10.00 fyrir hádegi í Faxafeni 12, Reykjavík.

Dagskrá:  Venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórn Skáksambandsins sendir ennfremur með fundarboðinu gögn varðandi skrá yfir fullgilda félagsmenn aðildarfélaga S.Í.  Stjórnir aðildarfélaganna eru vinsamlegast beðnar að útfylla skrár þessar vandlega og senda þær Skáksambandi Íslands í pósth. 8354, 128 Reykjavík eða á netfang skaksamband@skaksamband.is fyrir 23. apríl 2016.

 Bréf þetta er sent ásamt gögnum í samræmi við 9. gr. laga S.Í., en sú grein hljóðar svo:

Við atkvæðagreiðslu á aðalfundi á hvert félag eitt atkvæði enda hafi það a.m.k. 10 félagsmenn með lögheimili á Íslandi í Keppendaskrá Skáksambandsins tveim vikum fyrir aðalfund.  Eitt atkvæði bætist við hjá félagi fyrir hverja sveit sem það sendir í Íslandsmót skákfélaga það árið. Við atkvæðagreiðslu um kjörbréf í upphafi fundar skal gilda sú regla, að hvert félag fari ekki með fleiri atkvæði en það hafði á aðalfundi árið áður.  Enginn fulltrúi getur farið með meira en eitt atkvæði á fundinum.  Við atkvæðagreiðslur á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti atkvæða, nema um þau mál sem sérstaklega eru tilgreind í þessum lögum.

Einnig skal bent á 6. grein:

Standi aðildarfélag í gjaldfallinni skuld við sambandið hefur það ekki rétt til að eiga fulltrúa á aðalfundi.  Skákdeildir í félögum geta átt aðild að sambandinu, enda hafi þá minnst 10 menn bundist slíkum samtökum.  Heimilt er tveimur eða fleiri aðildarfélögum í sama landshluta að stofna með sér svæðissamband.

Taflfélögunum gefst kostur á að birta stutta skýrslu um starfsemi sína á síðasta starfsári í árrsskýrslu Skáksambands Íslands.  Hafi félögin áhuga á þessu þarf efni að hafa borist skrifstofu S.Í. í síðasta lagi 23. apríl 2016.

Hjálagt:  Lagabreytingatillögur.

Virðingarfyllst,

SKÁKSAMBAND ÍSLANDS

Lagabreytingatillögur og önnur viðhengi má finna hér.


Norðurlandamótið í skák 2016

Sastamala, Finnlandi

22.-30. október 2016

Norðurlandamótið í skák verður haldið í Sastamala í Finnlandi dagana 22.-30. október nk. Teflt verður í fjórum flokkum

1) Sjálfu meistaramótinu - 12 manna lokaður flokkur - þar sem hvert skáksamband á tvo keppendur. Ætlast er til að þeir hafi a.m.k. 2350 skákstig. 
 
2) Norðurlandamóti kvenna
 
3) NM öldunga (+50) - fæddir 1966 eða fyrr
 
4) NM öldunga (+65) - fæddir 1951 eða fyrr.
 
Ítarlegar upplýsingar um mótin fylgja með í PDF-viðhengi.
Landsliðsflokkur Íslandsmótsins í skák

31. maí - 11. júní

Tónlistarskóli Seltjarnarness

Keppendalisti Íslandsmótsins í skák sem fram fer í Tónlistarskóla Seltjarnarness 31. maí - 11. júní liggur nú fyrir. Fjórir stórmeistarar, fjórir alþjóðlegir meistarar, tveir FIDE-meistarar og feðgar taka þátt í mótinu! Auk feðganna Jóhanns Ingvasonar og Arnar Leós Jóhannssonar eru bræðurnir Bragi og Björn Þorfinnssynir skráðir til leiks.

Keppendalistinn

 1. GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2580)
 2. GM Héðinn Steingrímsson (2574)
 3. GM Jóhann Hjartarson (2547)
 4. GM Stefán Kristjánsson (2464)
 5. IM Guðmundur Kjartansson (2457)
 6. IM Jón Viktor Gunnarsson (2454)
 7. IM Bragi Þorfinnsson (2426)
 8. IM Björn Þorfinnsson (2410)
 9. FM Davíð Kjartansson (2370)
 10. FM Guðmundur S. Gíslason (2280)
 11. Örn Leó Jóhannsson (2226)
 12. Jóhann Ingvason (2115)

Heimasíða mótsins verður sett upp fljótlega.


GAMMA Reykjavíkurskákmótið 2016

8.-16. mars 2016

Hörpu

Heimasíða mótsins


Reykjavíkurskákmót í 50 ár

Seinna bindi eftir Helga Ólafsson

Skráðu þig fyrir bókinni!


Ný reglugerð um val keppenda á HM og EM ungmenna

Sjá nánar hér.


miđvikudagur 4 maí 05 2016
Nýjustu fréttir
Norđurlandamótiđ í...
Norðurlandamótið í skák verður haldið í Sastamala...
Ársreikningur Skáksambands Íslands fyrir árið 2015 er nú...
Hörđuvallaskóli...
Eitt mest spennandi Íslandsmót grunnskólasveita í sögunni...