41. Ólympíuskákmótið

Tromsö, 1.-14. ágúst 2014

Ólympíuskákmótið, það 41. í sögunni fer fram 1.-14. ágúst í Tromsö í Noregi. Mótið er nú haldið fyrir norðan heimskautsbaug – í fyrsta skipti í skáksögunni.

Íslands sendir tvö lið til leiks. Annars vegar í opnum flokki og svo í kvennaflokki.

Fjórir stórmeistarar eru í sveit Íslands í opnum flokki. Hannes Hlífar Stefánsson teflir á efsta borði en auk hans skipa sveitina Hjörvar Steinn Grétarsson, Þröstur Þórhallsson og Helgi Ólafsson. Sá síðastnefndi teflir á sínu fyrsta Ólympíuskákmóti í átta ár! Fimmti maðurinn er svo Íslandsmeistarinn í skák, Guðmundur Kjartansson. Liðsstjóri sveitarinnar er enginn annar en Jón L. Árnason sem þar með tekur þátt í sínu fyrsta Ólympíuskákmóti í heil 20 ár!

Kvennaliðið er einnig þrautreynt þrátt fyrir ungan aldur en fyrir því fer Lenka Ptácníková, stórmeistari kvenna og jafnframt Íslandsmeistari kvenna en liðið skipa auk hennar; Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Tinna Kristín Finnbogadóttir og Elsa María Kristínardóttir. Liðsstjóri kvennaliðsins er Ingvar Þór Jóhannesson.

Fararstjóri hópsins er Gunnar Björnsson, forseti SÍ. Hann verður jafnframt fulltrúi Íslands á fundi alþjóða skáksambandsins en þar verður kosið til embættis forseta alþjóðla skáksambandsins (FIDE) á milli Garry Kasparovs og Kirsan Ilyumzhinov núverandi forseta. Ísland hefur lýst yfir stuðningi við Kasparov.

Auk þess eru fimm íslenskir skákdómarar meðal dómenda mótsins. Það eru Omar Salma, Róbert Lagerman, Steinþór Baldursson, G. Sverrir Þór og Ingibjörg Edda Birgisdóttir.

Alls taka um 180 þjóðir þátt í opnum flokki og um 140 í kvennaflokki sem gerir Ólympíuskákmótið að fjórðu stærstu íþróttaheims í þjóðum talið!

Ítarlegur fréttaflutningur verður alla daga frá mótinu á Skák.is, Facebook og Twitter (@skaksamband).

Öllum Ólympíufréttum á Skák.is er safnað saman í sér færsluflokk.

laugardagur 23 ágúst 08 2014
Nýjustu fréttir
Afar vel heppnađ...
Afar vel heppnað alþjóðlegt skákstjóranámskeið...
Fundargerđ...
Fundargerð aðalfundar SÍ frá 10. maí sl. rituð af Róberti...
Dagur Ragnarsson...
Dagur Ragnarsson sigraði á Meistaramóti Skákskóla Íslands...