Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Unglingameistaramót Íslands 2016

Minningarmót um Svein Gylfason

Unglingameistaramót Íslands fer fram dagana 4.-6 nóvember nk. Íslandsmeistarinn tryggir sér sæti í Landsliðsflokki árið 2017.

Mótið á Chess-Results

Dagskrá:

  • 1.-4. umferð: Föstudagskvöldið 4. nóvember. Fyrsta umferð hefst 19:00.
  • 5. umferð 11:00 á laugardegi.
  • 6. umferð 17:00 á laugardegi.
  • 7. umferð 10:00 á sunnudegi. 

Mótið er opið skákmönnum fæddum á bilinu 1994-1999. Jafnframt er yngri skákmönnum heimilt að taka þátt hafi þeir 1800 stig eða fleiri, íslensk eða FIDE-stig, miðað við nýjustu stigalista. Íslandsmeistarar u16, u14 og u12 eiga einnig þátttökurétt. 

Teflt verður um Íslandsmeistaratitilinn verði menn jafnir að vinningum. Stig eru látin gilda um önnur sæti verði menn jafnir að vinningum. 

Nýr farandbikar - Sveinsbikarinn verður veittur í fyrsta sinn. Það er fjölskylda Sveins Gunnars Gylfasonar, unglingameistara Íslands árið 1980, sem gefur farandbikarinn í tilefni þess að í ár eru 50 ár síðan Sveinn fæddist. Sveinn lést í mars 1983 - mánuði fyrir 17 ára afmælið sitt. Sveinn vann mótið mjög óvænt á sínum tíma enda þá aðeins 14 ára.

Tímamörk í fyrstu fjórum umferðunum er 20min 05sek og 90min 30sek í seinni þremur. Það er 20 mínútur og 5 viðbótarsekúndur fyrir hvern leik og 90 mínútur og 30 viðbótarsekúndur fyrir hvern leik.

Mótið er reiknað til alþjóðlegra og íslenskra skákstiga.

Mótið fer fram í Skáksambandi Íslands að Faxafeni 12. Skráning er til hádegis 4. nóvember á Skák.is. Þátttökugjald er 1.500 kr.

Upplýsingar um þegar skráða keppendur má finna hér.

Unglingameistari 2015 varð Örn Leó Jóhannsson.

sunnudagur 22 janúar 01 2017
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...